Færsluflokkur: Dægurmál

Það er engin lausn á vandamálinu

Það er engin lausn á þessu vandmáli að færa það til annarra landa Evrópu.

Það eiga öll lönd Sameinuðu þjóðanna að hjálpa þessu fólki þar sem það er í Grikklandi. Byggja upp flóttamannabúðir með góðum íbúðium skólum heilsugæslu og öllu sem þarf.

Svo þegar stríðið tekur enda, því það hlítur að gera það á endanum þá flytur mestmegnis af fólkinu heim aftur og hjálpar til að byggja landið sitt úr rústum

Ef það eru einhverjir sem alls ekki vilja dvelja þarna eftir að þar er komin öll þjónusta og mataraðstoð, þá á að vera hægt að taka á móti umsóknum um flutning til landa sem óska/vilja taka við flóttamönnum. Og það eru mörg lönd sem vilja það.

En hjápin þarf að berast til þessa flóttamanna strax og til þeirra þar sem þau eru núna.

Oft áður hefur verið varpað niður mat og lyfjum til flóttamanna af minna tilefni.

Hvað er að ykkur eiginlega!!!


mbl.is „Ungbörn missa meðvitund“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn um Gráa herinn

Ég heyrði í gær að á hverjum degi þetta árið bættust 10 einstaklingar við Gráa herinn. Það þykir mér gott. Vonandi sér þetta fólk "ljósið" í að krefjast þess sem er sjálfsagt en þeir sem ráða hafa ekki fundið leiðir til að framkvæma þetta.

Við  erum engir bótaþegar. við eigum innistæður í lífeyrissjóðum hvert hjá sínu verkalýðsfélagi og svo eigum við innistæðu hjá TR sem við höfum borgað til frá 16 ára aldri.

Við erum á eftirlaunum. Sum nauðug en aðrir þreyttir eftir langa daga við erfiðisvinnu.

Við borgum skatta af þessum eftirlaunum. Líka af eftirlaunum frá lífeyrissjóðum. Reyndar er ég þar með tvísköttuð. Mitt framlaga í lífeyrissjóð var að mestu borgað þar inn fyrir 1995 og þá var borgaður skattur af þeirri upphæð.

Tvísköttun er ólögleg. Hvert snýr maður sér?

Ekki til ríkisstjórnar sem finnst þetta smámál.

Þar með finnst mér að þessi ríkisstjórn þurfi að fara frá hið fyrsta. Ef þau sinna ekki hag þegnanna allra, þá eiga þau ekkert erindi á Alþingi sem er Alþingi allra Íslendinga


Grái herinn

Fundur Gráa hersins er 9 apríl 2016 laughing Heldur fátt er að frétta hjá mér af fundinum. Hann var eins og ég bjóst við. 

Svo ég renndi uppá Skaga og í Grósku búðina og byrgði mig upp af gæðamold og fallegum plöntum. 

Nú get ég ekki stækkað svalirnar meira og þá get ég bara bætt stofunni við svalirnar. Hún er hvort sem er ekkert notuð og er björt og falleg og vel fær um að láta hinum yndislegustu stofublómum líða vel og fyrir utan gluggana vonast ég eftir vínberjaklösum og fíkjum, ef mér auðnast að eignast fíkjutré


Alþingisrásin

Það er auðvitað óhollt að horfa á sjónvarpið of mikið eða of lengi.

En verst af öllu er að villast inná Alþingisrásina. Þá eru allir orðnir vondir og reynandi að skara eld að sinni köku. Sérstaklega þeir sem hafa völdin í það skiptið. Hinir gleyma hvað þeir gerðu í sinni valdatíð.

Eg er orðin svo gömul að ég er farin að sakna gömlu kempnanna sem voru hérna meðan ég var að alast upp. Allt nema það góða er gleymt. Og þá voru líka verkalýðsforingjar sem báru það nafna með rentu!

Ég er farin að endurtaka mig eins og biluð grammófónplata. Og finnst að ég og mínir jafnaldrar eigi að láta yngra fólki eftir sæti sín á alþingi og öðrum merkilegum stofnunum. Nei ég er ekki á Alþingi en ég á jafnöldru þar, kannski fleiri en eina. Og ég ætla að láta af öllum stjórnarsetum í vor eða næsta vor. Það fer eftir hvort ég er í "uppnámi" núna eða ekki. Ég mun ekki einu sinni taka setu í hússtjórn í mínu húseigandafélagi.

Bara óbreytt er mitt markmið. Þá á ég hægt um vik að gagnrýna hægri vinstri eins og mig lystir


Stjórnmálaflokkar

Það eru ekki stjórnmálaflokkarnir sem eru að eyðileggja orðspor Íslands.

Það er fólkið sem er í forustusveit þeirra sem eru gerendurnir. Sumir þeirra eru dónalegir og undurförlir aðrir siðlausir og samviskulausir með öllu, og skeyta litt um heill íbúa landsins sem þó eiga landið með öllum þeim gögnum og gæðum.

En þetta fólk og forverar þeirra hafa afhent einkavinum þjóðareignina án þess að hinir fái nokkuð gjald fyrir.

Það er þetta fólk sem þarf að víkja og inná þing þarf að koma einstaklingar sem hugsa um þjóðina, sem heild.


Stjórnarkreppa!!

Þetta var ekki það sem Íslendingar þurftum.

Við þurfum fólk sem er með það þroskaða siðferðiskennd að það fari ekki í stjórnmál nema það hafi hreint í hverju horni hjá ser. Hjón eru að mínu mati eitt og ekki dugar að segja í sífellu að þetta sé "konan mín". Hún nýtur ýmis sem kona forsætisráðherra og verður líka að axla sína ábyrgð.

Svo þarf þjóðin að fá nöfn hinna 797 manna, félaga í skattaskjólum


Flóttamenn og hælisleitendur

Það er ekki sama hvað fólk er að flýja, stríð eða slæmar aðstæður og vöntun á læknishjálp.

Í báðum tilfellum horfir maður helst á börnin. Í þeim liggur framtíðíðin og mér finnst eins og þeir sem ráða hugsi um of til barnanna. Þau munu jú, bera þann bagga að vinna fyrir eftirlaunum þeirra sem núna ráða.surprised

Það virðast ekki eiga að taka hingað kvótaflótta menn sem komnir eru á efri aldur. Hver er ástæðan?

Auðvitað eru Sýrlendingar á öllum aldri og búast má við að í nágrannalöndunum sé eldri borgarar frá Sýrlandi. Hætt við að flestir hafi ekki treyst sér í gönguna löngu sem var lagt uppí í algjörri óvissum um hvort biði líf eða dauði.

En þegar koma börn til landsins með foreldrum sem eru að leita að læknishjálp fyrir börn sín þá virðist samhyggð sem Íslendingar eru frægir af, s.b Bobby Fischer, vera vandfundin hjá þeim sem eiga að fjalla um þennan flokk mála. Þau líta alveg framhjá kaflanum um börn og þeirra þarfir.

Hvað er ég að tjá mig um þetta, ég sem er eldri borgari?

Jú það er vegna fréttar frá ríkisstjórninni sem er óútreinanleg :) Ómögulegt er að hífa bætur Almannatrygging uppí þessi 300 þús sem verkalýðsforustan samdi um að lægstu laun ættu að ná á næstu 2-3 árum.

Punktur og basta!!

En núna korter fyrir jól slengdi SDG og BB út dágóðri summu til hjálparsamtaka svo hægt væri að halda við þeim ósið að lengja raðirnar af gömlu fólki (sem var áður undantekning að sjá þar) og námsfólki. Fyrir utan stækkandi hóp einstæðra mæðra og feðra, og svo þeirra ógæfusömu fíkla sem hefur mistekist að koma lífi sínu í réttar skorður.

Það er eins og þeim finnist það vera ferðamannavænt að sjá svona raðir. Kannski verður farið að keyra rútur um borgina til að sýna þeim ástand mála í þessu gósenlandi sem Ísland er

Ísland sem er fyrir suma en hina ekki.


Frásagnir ur lífi og starfi eldri borgara í Reykjavik

Og árið er 2015 í desember.laughing

Jólaundirbúningur.

Jólaandinn sem ég hafði allt frá í október hvarf allt í einu í vikunni og ég veit ekki hvers vegna eða hvar hann týndist.

Að vera eldri borgari og halda jól er svolítið snúið. Ég vil td geta glatt börnin mín og tengdabörn með jólagjöf. annað er óhugsandi. Þetta hef ég gert frá fæðingu þeirra og ætla ekki að hætta því. Líka á ég mörg barnabörn á misjöfnum aldri og þeim vil ég líka gefa eitthvað Sérstaklega þeim sem eru enn lítil og hlakka svo til einhvers sem þau skilja ekki enn. Þau fullorðnu sem eru búin að stofna fjölskyldu reyni ég að gefa svona til að minna á að ég hafi ekki gleymt þeim. En langömmubörnunum sem eru sex gef ég handunnar prjónagjafir.

Kannski er þetta of mikið en þó að jólin verði fátækari í mat og drykk þá eru þetta mín jól.


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigrún Jóna

Höfundur

Sigrún Jóna Sigurðardóttir
Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Eldri borgari

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • DSC00111
  • 4 Mý
  • 2 um miðnætti í júní
  • 2 Mývatn
  • 1959236 236010736594339 6186102454235321810 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband