8.4.2016 | 17:03
Alþingisrásin
Það er auðvitað óhollt að horfa á sjónvarpið of mikið eða of lengi.
En verst af öllu er að villast inná Alþingisrásina. Þá eru allir orðnir vondir og reynandi að skara eld að sinni köku. Sérstaklega þeir sem hafa völdin í það skiptið. Hinir gleyma hvað þeir gerðu í sinni valdatíð.
Eg er orðin svo gömul að ég er farin að sakna gömlu kempnanna sem voru hérna meðan ég var að alast upp. Allt nema það góða er gleymt. Og þá voru líka verkalýðsforingjar sem báru það nafna með rentu!
Ég er farin að endurtaka mig eins og biluð grammófónplata. Og finnst að ég og mínir jafnaldrar eigi að láta yngra fólki eftir sæti sín á alþingi og öðrum merkilegum stofnunum. Nei ég er ekki á Alþingi en ég á jafnöldru þar, kannski fleiri en eina. Og ég ætla að láta af öllum stjórnarsetum í vor eða næsta vor. Það fer eftir hvort ég er í "uppnámi" núna eða ekki. Ég mun ekki einu sinni taka setu í hússtjórn í mínu húseigandafélagi.
Bara óbreytt er mitt markmið. Þá á ég hægt um vik að gagnrýna hægri vinstri eins og mig lystir
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2016 | 15:42
Stjórnmálaflokkar
Það eru ekki stjórnmálaflokkarnir sem eru að eyðileggja orðspor Íslands.
Það er fólkið sem er í forustusveit þeirra sem eru gerendurnir. Sumir þeirra eru dónalegir og undurförlir aðrir siðlausir og samviskulausir með öllu, og skeyta litt um heill íbúa landsins sem þó eiga landið með öllum þeim gögnum og gæðum.
En þetta fólk og forverar þeirra hafa afhent einkavinum þjóðareignina án þess að hinir fái nokkuð gjald fyrir.
Það er þetta fólk sem þarf að víkja og inná þing þarf að koma einstaklingar sem hugsa um þjóðina, sem heild.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 17:28
Búin að þagga niður í sjónvarpinu
Því miður hefur Íslandssögunni verið sjónvarpað beint með öllum þeim ruglingi sem það getur haft.
Nú síðast sá ég í vefmiðlun að Forsetinn hafi misskilið SDG
Þessu trúi ég ekki. Ef eitthvað er óskírt þá hefði forsetinn beðið um betri útskýringu.
Eina sem ég bið um það er að ríkisstjórnin komi öll eða að minnsta kosti ráðherrar úr þeim jarðvegi sem almenningur hefur alist upp í. Annað er ekki ásættanlegt.
Til að skilja vanda almennings hverju sinni þarf að hafa lifað því lífi frá upphafi. Verið fátækur námsmaður stofnað fjölskyldu kannski á námsárunum, þurft að kaupa sér fyrstu íbúðina, verðtryggð lán. án þess að pabbi eða tengdapabbi hafi lánað eða skaffað hús. Aldrei haft svo rúmt að bara hugsunin um að geyma peninga í skattaskjólum, er föðurlandssvik. það eru jú gjaldeyrishöft. Og ef þarf skattaskjól, þá er verið að leyna einhverju. Venjulegt fólk geymir peningana sína á Íslandi ef það vinnur á Íslandi.
Krafa min er að fá venjulegt heiðarlegt fólk til að stjórna og inni öll ráðuneytin líka
Lífstíll | Breytt 8.4.2016 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 12:25
Stjórnarkreppa!!
Þetta var ekki það sem Íslendingar þurftum.
Við þurfum fólk sem er með það þroskaða siðferðiskennd að það fari ekki í stjórnmál nema það hafi hreint í hverju horni hjá ser. Hjón eru að mínu mati eitt og ekki dugar að segja í sífellu að þetta sé "konan mín". Hún nýtur ýmis sem kona forsætisráðherra og verður líka að axla sína ábyrgð.
Svo þarf þjóðin að fá nöfn hinna 797 manna, félaga í skattaskjólum
11.12.2015 | 16:02
Flóttamenn og hælisleitendur
Það er ekki sama hvað fólk er að flýja, stríð eða slæmar aðstæður og vöntun á læknishjálp.
Í báðum tilfellum horfir maður helst á börnin. Í þeim liggur framtíðíðin og mér finnst eins og þeir sem ráða hugsi um of til barnanna. Þau munu jú, bera þann bagga að vinna fyrir eftirlaunum þeirra sem núna ráða.
Það virðast ekki eiga að taka hingað kvótaflótta menn sem komnir eru á efri aldur. Hver er ástæðan?
Auðvitað eru Sýrlendingar á öllum aldri og búast má við að í nágrannalöndunum sé eldri borgarar frá Sýrlandi. Hætt við að flestir hafi ekki treyst sér í gönguna löngu sem var lagt uppí í algjörri óvissum um hvort biði líf eða dauði.
En þegar koma börn til landsins með foreldrum sem eru að leita að læknishjálp fyrir börn sín þá virðist samhyggð sem Íslendingar eru frægir af, s.b Bobby Fischer, vera vandfundin hjá þeim sem eiga að fjalla um þennan flokk mála. Þau líta alveg framhjá kaflanum um börn og þeirra þarfir.
Hvað er ég að tjá mig um þetta, ég sem er eldri borgari?
Jú það er vegna fréttar frá ríkisstjórninni sem er óútreinanleg :) Ómögulegt er að hífa bætur Almannatrygging uppí þessi 300 þús sem verkalýðsforustan samdi um að lægstu laun ættu að ná á næstu 2-3 árum.
Punktur og basta!!
En núna korter fyrir jól slengdi SDG og BB út dágóðri summu til hjálparsamtaka svo hægt væri að halda við þeim ósið að lengja raðirnar af gömlu fólki (sem var áður undantekning að sjá þar) og námsfólki. Fyrir utan stækkandi hóp einstæðra mæðra og feðra, og svo þeirra ógæfusömu fíkla sem hefur mistekist að koma lífi sínu í réttar skorður.
Það er eins og þeim finnist það vera ferðamannavænt að sjá svona raðir. Kannski verður farið að keyra rútur um borgina til að sýna þeim ástand mála í þessu gósenlandi sem Ísland er
Ísland sem er fyrir suma en hina ekki.
5.12.2015 | 14:05
Frásagnir ur lífi og starfi eldri borgara í Reykjavik
Og árið er 2015 í desember.
Jólaundirbúningur.
Jólaandinn sem ég hafði allt frá í október hvarf allt í einu í vikunni og ég veit ekki hvers vegna eða hvar hann týndist.
Að vera eldri borgari og halda jól er svolítið snúið. Ég vil td geta glatt börnin mín og tengdabörn með jólagjöf. annað er óhugsandi. Þetta hef ég gert frá fæðingu þeirra og ætla ekki að hætta því. Líka á ég mörg barnabörn á misjöfnum aldri og þeim vil ég líka gefa eitthvað Sérstaklega þeim sem eru enn lítil og hlakka svo til einhvers sem þau skilja ekki enn. Þau fullorðnu sem eru búin að stofna fjölskyldu reyni ég að gefa svona til að minna á að ég hafi ekki gleymt þeim. En langömmubörnunum sem eru sex gef ég handunnar prjónagjafir.
Kannski er þetta of mikið en þó að jólin verði fátækari í mat og drykk þá eru þetta mín jól.
Um bloggið
Sigrún Jóna
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar