Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Stjórnarkreppa!!

Þetta var ekki það sem Íslendingar þurftum.

Við þurfum fólk sem er með það þroskaða siðferðiskennd að það fari ekki í stjórnmál nema það hafi hreint í hverju horni hjá ser. Hjón eru að mínu mati eitt og ekki dugar að segja í sífellu að þetta sé "konan mín". Hún nýtur ýmis sem kona forsætisráðherra og verður líka að axla sína ábyrgð.

Svo þarf þjóðin að fá nöfn hinna 797 manna, félaga í skattaskjólum


Flóttamenn og hælisleitendur

Það er ekki sama hvað fólk er að flýja, stríð eða slæmar aðstæður og vöntun á læknishjálp.

Í báðum tilfellum horfir maður helst á börnin. Í þeim liggur framtíðíðin og mér finnst eins og þeir sem ráða hugsi um of til barnanna. Þau munu jú, bera þann bagga að vinna fyrir eftirlaunum þeirra sem núna ráða.surprised

Það virðast ekki eiga að taka hingað kvótaflótta menn sem komnir eru á efri aldur. Hver er ástæðan?

Auðvitað eru Sýrlendingar á öllum aldri og búast má við að í nágrannalöndunum sé eldri borgarar frá Sýrlandi. Hætt við að flestir hafi ekki treyst sér í gönguna löngu sem var lagt uppí í algjörri óvissum um hvort biði líf eða dauði.

En þegar koma börn til landsins með foreldrum sem eru að leita að læknishjálp fyrir börn sín þá virðist samhyggð sem Íslendingar eru frægir af, s.b Bobby Fischer, vera vandfundin hjá þeim sem eiga að fjalla um þennan flokk mála. Þau líta alveg framhjá kaflanum um börn og þeirra þarfir.

Hvað er ég að tjá mig um þetta, ég sem er eldri borgari?

Jú það er vegna fréttar frá ríkisstjórninni sem er óútreinanleg :) Ómögulegt er að hífa bætur Almannatrygging uppí þessi 300 þús sem verkalýðsforustan samdi um að lægstu laun ættu að ná á næstu 2-3 árum.

Punktur og basta!!

En núna korter fyrir jól slengdi SDG og BB út dágóðri summu til hjálparsamtaka svo hægt væri að halda við þeim ósið að lengja raðirnar af gömlu fólki (sem var áður undantekning að sjá þar) og námsfólki. Fyrir utan stækkandi hóp einstæðra mæðra og feðra, og svo þeirra ógæfusömu fíkla sem hefur mistekist að koma lífi sínu í réttar skorður.

Það er eins og þeim finnist það vera ferðamannavænt að sjá svona raðir. Kannski verður farið að keyra rútur um borgina til að sýna þeim ástand mála í þessu gósenlandi sem Ísland er

Ísland sem er fyrir suma en hina ekki.


Um bloggið

Sigrún Jóna

Höfundur

Sigrún Jóna Sigurðardóttir
Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Eldri borgari

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • DSC00111
  • 4 Mý
  • 2 um miðnætti í júní
  • 2 Mývatn
  • 1959236 236010736594339 6186102454235321810 n

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband